A A A

Valmynd

Fréttir

Föstudagur

| 25. júní 2021
Vorvindar hafa boðað komu sína á Hamingjudaga og hafa einhver áhrif á atburði dagsins.

Það viðraði þó vel á grillhátíð leikskólans Lækjarbrekku í morgun þar sem fjöldi fólks koma saman og skemmti sér vel. 

Nú klukkan 16 verða frumsýndar stuttmyndir sem ungmenni í Strandabyggð hafa unnið að á námskeiði sem haldið var á vegum félagsmiðstöðvarinnar Ozon og Leikfélags Hólmavíkur síðastliðna viku undir handleiðslu kvikmyndagerðarfólks frá 0303films. Frumsýning fer fram í félagsmiðstöðinni Ozon sem staðsett er í félagsheimilinu.

Klukkan 17 verður svo formleg setning Hamingjudaga í Hnyðju. Það verður Lóan, menningarverðlaun Strandabyggðar, afhent og Svavar Knútur tekur nokkur vel valin lög. Um leið opnar Rut Bjarnadóttir stórglæsilega listsýningu.

Um kl 17:30 mæta bifhjólasamtökin ToyRun framan við Hnyðju, sýna okkur hjólin sín og spjalla við gesti og gangandi um starfsemi Pieta samtakanna.

Í kvöld er svo hlaðborð á Café Riis og opið frameftir kvöldi.

Til hamingu og góða skemmtun!


Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón