A A A

Valmynd

Fréttir

Furðuleikar

| 28. júní 2018
« 1 af 2 »

Hinir árlegu Furðuleikar á Ströndum verða að venju haldnir á sunnudaginn um hamingjudagahelgina, þann 1. júlí og hefjast kl. 13:00. 

Þarna verður að venju mikið fjör og gleði fyrir alla fjölskylduna, Strandamenn, nærsveitunga og gesti sem koma saman og leika sér í furðulegum leikjum öllum til gleði og ánægjuauka. Skemmtilegar og árvissar keppnisgreinar eins og öskurkeppnin ógurlega og trjónufótboltinn verða á sínum stað. Svo verður eitthvað nýtt og furðulegt í bland sem dæmi má nefna keppnisgreinina Tímasóunn.


Dásamlegt kaffihlaðborð verður á boðstólum í kaffistofu Sauðfjársetursins verð 2.000.- fyrir 13 ára og eldir, 1.300.- fyrir 7-12 ára og frítt fyrir yngri, frítt verður inn á allar sögusýningar í tilefni dagsins.

Sauðfjársetrið er staðsett í félagsheimilinu Sævangi. Það stendur við þjóðveg 61 og er 12 km sunnan við Hólmavík, það er opið alla daga frá klukkan 10-18.

Sauðfjársetrið er skemmtilegur áningastaður fyrir fólk á öllum aldri. Þar er fastasýningin Sauðfé í sögu þjóðar ásamt tveim minni sýningum: Álagablettir á Ströndum og Sumardvöl í sveit. Þar er einnig handverksbúð, barnahorn og kaffihúsið Kaffi Kind. Einnig eru á Sauðfjársetrinu tveir heimalningar sem gestum og gangandi er boðið að gefa og vekur mikla lukku! Á Sauðfjársetrinu er haldið mikið af viðburðum, til dæmis Furðuleikarnir í júní og Hrútadómar í ágúst.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón