A A A

Valmynd

Fréttir

Furðuleikar á Ströndum

| 24. júní 2014
Kvennahlaupið 2012
Kvennahlaupið 2012
« 1 af 2 »

Sauðfjársetur á Ströndum heldur sína árlegu Furðuleika sunnudaginn 29. júní og hefjast þeir kl. 13:00. Leikarnir fara fram á Sævangsvelli við Steingrímsfjörð og eru lokapunkturinn á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík, en þetta er í ellefta skipti sem Furðuleikarnir fara fram.

Á Furðuleikum er keppt í ýmsum skringilegum greinum sem eiga það sameiginlegt að vera afbragðs skemmtun og hafa ekki hlotið viðurkenningu Alþjóða Ólympíunefndar. Meðal þess sem fólk getur prófað á furðuleikum er t.d. öskurkeppni, kvennahlaup (þar sem karlarnir hlaupa um þrautabraut með konur sínar á bakinu), ruslatínsla, girðingastaurakast, farsímakast og fleira. Þá má einnig nefna sýningargreinina trjónufótbolta sem hefur hlotið gífurlegra vinsælda undanfarin ár.

 

Í kaffistofu Sauðfjársetursins verður geysilega veglegt hlaðborð á boðstólum að vanda. Sögusýningin Sauðfé í sögu þjóðar sem er fastasýning Sauðfjársetursins verður opin að vanda, einnig eru sýning á listasviðinu sem ber yfirskriftina Álagablettir, í kaffistofunni er sýningin Allt á kafi - snjóaveturinn 1995 og í sérsýningarherbergi safnsins er sýningin Hagleiksmaðurinn Þorsteinn Magnússon. Aðgangur að öllum sýningum er ókeypis í tilefni dagsins og sama gildir um furðuleikana sjálfa.

 

Alls engar kröfur eru gerðar til keppenda um færni, þol eða fyrri reynslu í íþróttum og yfirleitt er lítið um verðlaun önnur en  heiðurinn af því að sigra í keppnisgreinum og ánægjan af því að taka þátt. Þó er að venju farsími í verðlaun í farsímakastinu og er það glæsilegur snjallsími, Samsung Galaxy Ace3, sem Síminn gefur. Skráning í keppnisgreinar fer fram á staðnum.

 

 

Ef þið viljið fá nánari upplýsingar er ykkur velkomið að hafa samband við framkvæmdastjóra Sauðfjárseturs á Ströndum:

 

Ester Sigfúsdóttir

Sími:451-3324/823-3324

Netfang: saudfjarsetur@strandir.is

 

Facebook

Hamingjumyndir

Á Bitruhálsi í blíðskaparveðri. (Ljósmynd og  © Gunnlaugur Júlíusson)
Vefumsjón