A A A

Valmynd

Fréttir

Fyrsti viðburður Hamingjudaga

| 30. júní 2016
Nemendur Náttúrubarnaskólans í leik
Nemendur Náttúrubarnaskólans í leik
« 1 af 2 »
Náttúrubarnaskólinn á Sauðfjársetinu í Sævangi var með hamingjuþema í dag í tilefni af Hamingjudögum. Farið var að skoða teistuunga í kössum á Langa tanga sem eru að klekja út, stoppað var við í Sagnahúsinu og hlustað á tröllasögur, svo var Brand Ara brandandarunganum gefið að borða, farið í leiki, sent út flöskuskeyti þar sem hamingjuboðskapnum var miðlað áfram og svo síðast en ekki síst bragðað sér á kökur. Mikil gleði og hamingja ríkti í Náttúrubarnaskólanum sem vonandi dreifist yfir Hamingjudaga alla helgina.

Dagskráin á morgun er glæsileg og hvetjum við alla til að mæta, sýna sig og sjá aðra. Viljum lika hvetja alla sem mæta til að taka myndir og merkja þær #hamingjudagar og þannig skrásetjum við hátíðina saman.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón