A A A

Valmynd

Fréttir

Geirmundur og hljómsveit sjá um Hamingjuballið

| 07. apríl 2011
Sveiflukóngurinn með nikkuna - Ljósmynd: Örlygur Hnefill
Sveiflukóngurinn með nikkuna - Ljósmynd: Örlygur Hnefill

Geirmundur Valtýsson hefur verið iðinn við að halda frábæra dansleiki á Hólmavík undanfarin misseri. Nú hefur verið staðfest að þessi mikli sveiflukóngur mætir á Hamingjudaga á Hólmavík og heldur uppi fjöri í Félagsheimilinu fram á rauða nótt ásamt hljómsveit sinni.

Geirmund þarf ekki að kynna fyrir nokkrum manni; hann er fyrir löngu landsþekktur fyrir frábæra sveiflusmelli og óheft stuð og fjör á dansleikjum víða um land. Hljómsveitina skipa afskaplega liprir og færir hljóðfæraleikarar sem víla ekki fyrir sér að spila allar tegundir tónlsitar - allt frá fornum ræl og polka að nýjustu sumarsmellunum.
 

Facebook

Hamingjumyndir

Við gamla bæinn í Gröf í Bitru við upphaf Hamingjuhlaupsins 2. júlí 2011. Þaðan lögðu þessir hraustu hlauparar af stað upp úr kl. 16 þennan laugardag áleiðis til Hólmavíkur, þar sem Hamingjudagar Á Hólmavík stóðu sem hæst.

F.v. Gunnlaugur Júlíusson, Stefán Gíslason, Finnur Dagsson, Hafþór Benediktsson, Birkir Þór Stefánsson, Ingimundur Grétarsson og Guðmann Elísson. 

(Ljósm. Rögnvaldur Gíslason og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón