A A A

Valmynd

Fréttir

Gyrðir Elíasson á setningu Hamingjudaga

| 15. júní 2017
Gyrðir Elíasson
Gyrðir Elíasson

Föstudaginn 30. júní klukkan 17:00 mun hátíðin Hamingjudagar sett í Steinshúsi á Snæfjallaströnd.

Steinshús er safn sem komið var á fót til minningar um skáldið Stein Steinarr, sem fæddist að Laugalandi í Skjaldfannardal árið 1908. Til að heiðra minningu Steins er að þessu sinni komið að öðru ástsælu skáldi á Hamingjudögum.

Eftir setningu hátíðarinnar mun Gyrðir Elíasson stíga á stokk og lesa úr verkum skáldbróður síns jafnt sem sínum eigin. Gyrðir Elíasson hefur lengi verið í senn meðal virtustu og vinsælustu rithöfunda landsins, og á hann fjölbreyttan feril að baki.

Gestum mun því gefast kostur á að hlýða bæði á þau ljóða Steins Steinarr sem Gyrðir velur til flutnings sem og á brot úr hans eigin verkum.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón