Hamingjudagar árið 2015
| 12. mars 2015
Hamingjudagar verða haldnir hátíðlegir á Hólmavík og nágrenni 26.-28. júní næstkomandi.
Þetta árið höldum við fast í ákveðnar hefðir en beytum einnig út af vananum, enda veitir það takmarkaða hamingju að staðna í gömlum hefðum.
Helsta breytingin verður sú að ekki verður skipulagður dansleikur á vegum sveitarfélagsins. Það er ekki svo að skilja að ekkert verði um stuð að kvöldi til. Þvert á móti opnar þetta möguleika fyrir ýmsa smærri viðburði fram eftir kvöldi sem höfða til breiðari hóps og veitir skipuleggjendum færi á að einbeyta sér betur að öðrum þáttum hátíðarinnar og gleðja jafnvel enn fleiri. Jafnframt skapar þetta tækifæri fyrir sjálfstæða aðila sem ef til vill vilja standa fyrir kvöldskemmtunum, opnunum, dansleikjum eða því líku.
Áhugasamir um að koma fram á hátíðinni eða leggja henni lið með einum eða öðrum hætti eru beðnir um að setja sig í samband við tómstundafulltrúa.
Þið hin, takið helgina frá, okkur hlakkar til að njóta hennar með ykkur.
Þetta árið höldum við fast í ákveðnar hefðir en beytum einnig út af vananum, enda veitir það takmarkaða hamingju að staðna í gömlum hefðum.
Helsta breytingin verður sú að ekki verður skipulagður dansleikur á vegum sveitarfélagsins. Það er ekki svo að skilja að ekkert verði um stuð að kvöldi til. Þvert á móti opnar þetta möguleika fyrir ýmsa smærri viðburði fram eftir kvöldi sem höfða til breiðari hóps og veitir skipuleggjendum færi á að einbeyta sér betur að öðrum þáttum hátíðarinnar og gleðja jafnvel enn fleiri. Jafnframt skapar þetta tækifæri fyrir sjálfstæða aðila sem ef til vill vilja standa fyrir kvöldskemmtunum, opnunum, dansleikjum eða því líku.
Áhugasamir um að koma fram á hátíðinni eða leggja henni lið með einum eða öðrum hætti eru beðnir um að setja sig í samband við tómstundafulltrúa.
Þið hin, takið helgina frá, okkur hlakkar til að njóta hennar með ykkur.