Hamingjudiskur á Café Riis
| 03. júlí 2009
Það hefur verið venja að bjóða upp á sérstakan Hamingjudisk á Cafe Riis um Hamingjudaga. Þessi girnilegi diskur inniheldur úrval gómsætra smárétta úr eldhúsi snilldarkokksins Báru á Riis. Menningarmálanefnd Strandabyggðar, sem stendur að baki Hamingjudögum, tók smá forskot á sæluna nú í vikunni. Síðasti fundur nefndarinnar ásamt fulltrúa frá áhaldahúsi og skrifstofu og framkvæmdastjóra Hamingjudaga, var haldinn á Café Riis og gæddu fundarmenn sér á Hamingjudisk í blíðskaparveðri á pallinum fyrir utan Café Riis.