A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjuhlaupið

| 28. júní 2016

Það er Stefán Gíslason, hamingjusamur bóndasonur og hlaupagikkur frá Gröf í Bitrufirði og fyrrum sveitarstjóri á Hólmavík, sem er upphafsmaður Hamingjuhlaupsins. Sagan segir að þátttakendur öðlist mikla hamingju að hlaupi loknu. 

Hamingjuhlaupið 2016 hefst á hlaðinu á Laugarhóli í Bjarnarfirði kl. 10:00 árdegis. Stefnan er tekin suður á bóginn og yfir brúna á Bjarnarfjarðará. Á vegamótunum sunnan við brúna er beygt til hægri og veginum fylgt örskamman spöl að sumarbústað sem stendur rétt ofan við veginn. Þar í grennd er beygt til fjalls og gömlum slóða fylgt upp á Bjarnarfjarðarháls. Hlaupið er upp á Sandneshrygg með Grjóthólmavatn á hægri hönd og Haugsvatn skömmu síðar. Leiðin liggur svo niður brekkurnar vestan við Kolsá alla leið niður á veg við Sandnesbæinn. Þar með er fjallahlaupahluta leiðarinnar lokið og eftir það er hlaupið eftir aðalveginum inn fyrir Steingrímsfjörð og alla leið til Hólmavíkur, þó með þeirri undantekningu að hlaupið er eftir gamla veginum fyrir ofan Grænanes.

Vegalengdin sem um ræðir er lauslega áætluð um 32,1 km og þeir sem ekki treysta sér alla leiðina geta slegist í hópinn hvar sem er eftir að komið er niður að Sandnesi. 

Hlaupið er ekki keppnishlaup, heldur halda hlaupararnir yfirleitt hópinn og fylgja fyrirfram gerðri tímaáætlun. Ekki er þörf á að skrá sig í hlaupið. Þeir sem ekki treysta sér í jafn langt hlaup og þetta geta þess vegna byrjað á fyrirfram ákveðnum áningarstöðum í hlaupinu. Nánari upplýsingar um hlaupið má finnar hér.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón