A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjuhlaupið - allir geta tekið þátt!

| 29. júní 2011
Hamingjusamur hlaupari - www.hamingjudagar.is
Hamingjusamur hlaupari - www.hamingjudagar.is
Einn af föstu punktum Hamingjudaga á Hólmavík síðustu ár er Hamingjuhlaupið, sem er skemmtihlaup um dali og fjöll, stokka og steina. Elstu menn trúa því að hver sá sem taki þátt í hlaupinu öðlist við það meiri hamingju heldur en sá sem sleppir því að hlaupa. Yngri menn taka þetta trúanlegt.

Það stefnir í góða þátttöku í hlaupinu í ár, en frést hefur af allmörgum sem ætla að koma inn í hlaupið á mismunandi stigum þess, enda er alls engin skylda að hlaupa frá upphafi til enda. Einn af þeim sem munu stefna á þátttöku í hlaupinu er engin annar en ofurhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson. Gunnlaugur er fyrir löngu landsþekktur fyrir glæsta frammistöðu í ofurmaraþonhlaupum þar sem hann hefur oftar en ekki hlaupið mörg hundruð kílómetra í einu. Hlaupið hefst kl. 16:00 við Gröf í Bitrufirði og lýkur kl. 20:25 við hátíðarsvæðið á Hólmavík. Koma hlauparanna markar upphaf Hnallþóruhlaðborðs Hamingjudaga, en ekki verður snert á tertunum fyrr en allir eru komnir í mark.   

Þeir sem vilja hvetja hlauparana til dáða eða skokka með þeim frá ákveðnum stöðum geta skoðað tímatöflu hlaupsins með því að smella hér.

Facebook

Hamingjumyndir

Komið niður úr þokunni að girðingarhorni gegnt Heydalsá. Guðmann fremstur.

(Ljósm. og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón