Hamingjulagið hljómaði á Klifstúninu
| 04. júlí 2011
Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir og Elín Ingimundardóttir fluttu Hamingjulagið 2011 á Kvöldvöku á Klifstúni á föstudagskvöldi við fögnuð viðstaddra. Lagið sem vann keppnina í ár heitir Vornótt á Ströndum og er eftir Ásdísi Jónsdóttur sem einnig samdi textann. Fimm önnur lög voru í lagasamkeppninni sem haldin var á Hólmavík 20. maí 2011. Lagið hefur nú verið gefið út á disk og er til sölu víða á Hólmavík, m.a. í Kaupfélaginu og í handverksmarkaði Strandakúnstar á neðstu hæð Þróunarsetursins. Einnig er hægt að panta diska í s. 894-1941.
Hægt er að heyra örstutt sýnishorn af laginu með því að smella hér.
Hægt er að heyra örstutt sýnishorn af laginu með því að smella hér.