A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjulagið valið næsta föstudag!

| 17. maí 2011
Hamingjulagið 2010 flutt á sviði - ljósm. Jón Jónsson
Hamingjulagið 2010 flutt á sviði - ljósm. Jón Jónsson
Lagasamkeppni Hamingjudaga verður haldin næstkomandi föstudagskvöld, þann 20. maí, í Félasgheimilinu á Hólmavík. Hvorki fleiri né færri en sjö lög keppa um að verða kosið Hamingjulagið 2011, en áhorfendur í sal fá það hlutverk að kjósa það lag sem þeim finnst best. Stigahæsta lagið fer síðan með sigur af hólmi og verður gefið út fyrir Hamingjudagana sem fara fram 1.-3. júlí í sumar. Nöfnum höfunda er haldið leyndum þar til úrslit liggja fyrir, en allnokkrir flytjendur ferðast um langan veg til að taka þátt í keppninni í ár. Lagaflóran er allt frá djassskotnum vísnasöng að teknói. Allir eru hjartanlega velkomnir á keppnina, en aðgangseyrir er aðeins kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn á grunnskólaaldri.

Facebook

Hamingjumyndir

Ingibjörg Benediktsdóttir
Vefumsjón