Hamingjuríkur sunnudagur
| 27. júní 2021
Upp er runninn bjartur og fagur sunnudagur. Í dag verður úti-fermingarmessa í Tröllatungu kl. 11 þar sem öll eru velkomin. Á sama tíma hefst polla- og pæjumót HSS á Skeljavíkurgrundum (við golfvöllinn) skráning er á staðnum og eru öll börn velkomin, óháð aldri.
Listsýning Rutar Bjarnadóttur er opin frá klukkal 11-16.
Klukkan 12 hefst svo Karnival á Galdratúninu. Á svæðinu verður hoppukastali auk nerfbyssuleikvangs og fjölbreyttra hamingjuleikfanga. Vinnuskólinn hefur sömuleiðis útbúið skemmtilegan vatnsleikjavegg og pannavöllurinn er auðvitað á sínum stað.
Milli klukkan 12 og 14, um það bil, verður einnig hægt að skoða dráttarvélina hans Unnsteins á Klúku og ruslabíl Sorpsamlagsins á planinu við Galdratúnið auk þess sem Mási býður um borð í bátinn sinn við bryggjuna.
Klukkan 13 hefjast svo Quiddich leikar þar sem öllum er velkomið að taka þátt í spennandi keppni í uppáhaldsíþrótt galdrafólks.
Tekið er á mótu hnallþórum í Hnyðju milli klukkan 12 og 13:30 en kökuhlaðborðið sjálft hefst klukkan 14. Verðlaun verða veitt fyrir hamingjusömustu kökuna, frumlegustu kökuna og flottustu krakkakökuna og koma verðlaunin frá Sætum syndum, Gotterí og gersemar og Samkaup. Við hvetjum ykkur bæði til að koma með veitingar á borðið en jafnframt til að koma með eigin áhöld og minnka þannig sorp.
Klukkan 15 býður Slökkviliðið upp á froðurennibraut í Kirkjuhvamminum og klukkan 16 fer sjósportfélagið Rán með áhugasömum í sjósund.
Um kvöldið bjóða Arnkatla og Þjóðfræðistofa svo upp á snarpa húmorskvöldvöku með Sögu Garðars og Ara Eldjárn.
Það er engin ástæða til annars en að ætla að dagurinn verði dásamlegur!
Listsýning Rutar Bjarnadóttur er opin frá klukkal 11-16.
Klukkan 12 hefst svo Karnival á Galdratúninu. Á svæðinu verður hoppukastali auk nerfbyssuleikvangs og fjölbreyttra hamingjuleikfanga. Vinnuskólinn hefur sömuleiðis útbúið skemmtilegan vatnsleikjavegg og pannavöllurinn er auðvitað á sínum stað.
Milli klukkan 12 og 14, um það bil, verður einnig hægt að skoða dráttarvélina hans Unnsteins á Klúku og ruslabíl Sorpsamlagsins á planinu við Galdratúnið auk þess sem Mási býður um borð í bátinn sinn við bryggjuna.
Klukkan 13 hefjast svo Quiddich leikar þar sem öllum er velkomið að taka þátt í spennandi keppni í uppáhaldsíþrótt galdrafólks.
Tekið er á mótu hnallþórum í Hnyðju milli klukkan 12 og 13:30 en kökuhlaðborðið sjálft hefst klukkan 14. Verðlaun verða veitt fyrir hamingjusömustu kökuna, frumlegustu kökuna og flottustu krakkakökuna og koma verðlaunin frá Sætum syndum, Gotterí og gersemar og Samkaup. Við hvetjum ykkur bæði til að koma með veitingar á borðið en jafnframt til að koma með eigin áhöld og minnka þannig sorp.
Klukkan 15 býður Slökkviliðið upp á froðurennibraut í Kirkjuhvamminum og klukkan 16 fer sjósportfélagið Rán með áhugasömum í sjósund.
Um kvöldið bjóða Arnkatla og Þjóðfræðistofa svo upp á snarpa húmorskvöldvöku með Sögu Garðars og Ara Eldjárn.
Það er engin ástæða til annars en að ætla að dagurinn verði dásamlegur!