Hamingjutónar 2014
| 27. júní 2014
Hápunktur Hamingjudaga eru Hamingjutónar. Í þetta skiptið fara þeir fram á Klifstúni, öðru nafni Kirkjuhvammi, á lagardag kl. 15. Hamingjutónar hefjast því strax eftir að Leikhópurinn Lotta hefur lokið við sýningu sína á Hróa Hetti.
Að þessu sinni verður Sunneva Guðrún Þórðardóttir kynnir á Hamingjutónum. Dagskráin hefst með því að Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitastýra, flytur okkur hamingjuhugvekju. Sólrún Ósk Pálsdóttir tekur því næst fyrir okkur lagið. Strax í kjölfarið verða veitt verðlaun í Hamingjugetrauninni sem fram fer í Upplýsingamiðstöðinni. Því næst veitir fráfarandi Umhverfisnefnd í fyrsta skipti sérstök umbótaverðlaun til einstaklinga og fyrirtækja sem hafa bætt umhverfi sitt sérstaklega síðastliðið ár. Að þessu loknu mun Geiri galdrakarl sýna okkur fjölmargt undarlegt sem ekki nokkur skilur. Að því loknu kynnir tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd hver hefur hlotið Lóuna, Menningarverðlaun Strandabyggðar.
Því næst stíga sigurverarar SamVest söngkeppninnar á stokk og taka nokkur lög. Strax að því loknu verða veitt Hnallþóruverðlaun fyrir hamingjusömustu, fallegustu og girnilegustu kökuna. Eins og vanalegt er koma hamingjuhlauparar heim um leið og kökurnar eru klárar og fær Stefán Gíslason fyrstu sneiðina eftir 37 kílómetra hlaup, hvorki meira né minna. Eftir að allir hafa fengið sér af borðinu og eru farnir að njóta dýrindis veislunnar hertekur hljómsveitin Rythmatik sviðið og lýkur dagskránni.
Það er því unga fólkið sem ræður ríkjum á Hamingjutónum í ár enda fátt sem gerir okkur hamingjusamari en ótrúlegir hæfileikar og dugnaður unga fólksins okkar.
Að þessu sinni verður Sunneva Guðrún Þórðardóttir kynnir á Hamingjutónum. Dagskráin hefst með því að Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitastýra, flytur okkur hamingjuhugvekju. Sólrún Ósk Pálsdóttir tekur því næst fyrir okkur lagið. Strax í kjölfarið verða veitt verðlaun í Hamingjugetrauninni sem fram fer í Upplýsingamiðstöðinni. Því næst veitir fráfarandi Umhverfisnefnd í fyrsta skipti sérstök umbótaverðlaun til einstaklinga og fyrirtækja sem hafa bætt umhverfi sitt sérstaklega síðastliðið ár. Að þessu loknu mun Geiri galdrakarl sýna okkur fjölmargt undarlegt sem ekki nokkur skilur. Að því loknu kynnir tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd hver hefur hlotið Lóuna, Menningarverðlaun Strandabyggðar.
Því næst stíga sigurverarar SamVest söngkeppninnar á stokk og taka nokkur lög. Strax að því loknu verða veitt Hnallþóruverðlaun fyrir hamingjusömustu, fallegustu og girnilegustu kökuna. Eins og vanalegt er koma hamingjuhlauparar heim um leið og kökurnar eru klárar og fær Stefán Gíslason fyrstu sneiðina eftir 37 kílómetra hlaup, hvorki meira né minna. Eftir að allir hafa fengið sér af borðinu og eru farnir að njóta dýrindis veislunnar hertekur hljómsveitin Rythmatik sviðið og lýkur dagskránni.
Það er því unga fólkið sem ræður ríkjum á Hamingjutónum í ár enda fátt sem gerir okkur hamingjusamari en ótrúlegir hæfileikar og dugnaður unga fólksins okkar.