Hestar á hátíðarsvæðinu
| 22. júní 2017
Strandahestar hafa iðullega tekið virkan þátt í hátíðarhöldum Hamingjudaga og þetta árið er engin breyting þar á.
Victor verður með hesta á hátíðarsvæðinu við Seið laugardaginn 1. júlí milli klukkan 15 og 17 og teymir börn á hestbaki.
Strandahestar er rótgróið ferðaþjónustufyrirtæki með hesthús úti við Víðidalsá.
Frá Hólmavík er örstutt til fjalla í ósnortna náttúru, fallega dali og víðsýni og því einstök upplifun að fara í reiðtúr um svæðið.
Strandahestar bjóða upp á leiðsögn og kennslu á hestbaki með reyndum hestamönnum sem eru þaulkunnugir svæðinu.
Jafnframt er boðið upp á klukkutímaferðir, hálfsdagsferðir og lengri ferðir fyrir áhugasama.
Victor verður með hesta á hátíðarsvæðinu við Seið laugardaginn 1. júlí milli klukkan 15 og 17 og teymir börn á hestbaki.
Strandahestar er rótgróið ferðaþjónustufyrirtæki með hesthús úti við Víðidalsá.
Frá Hólmavík er örstutt til fjalla í ósnortna náttúru, fallega dali og víðsýni og því einstök upplifun að fara í reiðtúr um svæðið.
Strandahestar bjóða upp á leiðsögn og kennslu á hestbaki með reyndum hestamönnum sem eru þaulkunnugir svæðinu.
Jafnframt er boðið upp á klukkutímaferðir, hálfsdagsferðir og lengri ferðir fyrir áhugasama.