A A A

Valmynd

Fréttir

Hnallþóruhlaðborð undirbúið

| 25. júní 2009
Hnallþóruhlaðborð hefur undanfarin ár verið eitt helsta stolt og sérkenni Hamingjudaga. Enda eru Strandakonur og menn rómuð fyrir gestrisni og glæsilegan kökubakstur. Nú eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að "sletta í form" og leggja til köku á hlaðborðið. Á næstu dögum munu röskar konur ganga í hús á Hólmavík til að óska eftir kökum en hringt verður í þá sem búa í dreifbýlinu. Kökuhlaborðið stendur frá kl 20-22 á laugardeginum og verður í Klifstúni (fyrir neðan kirkjuna) ef veður leyfir.
Þá vantar sjálfboðaliða til að taka við kökunum, hella upp á kaffi og hafa umsjón með hlaðborðinu. Þeir sem sjá sér fært að taka þetta að sér (2-4 einstaklingar) geta sett sig í samband við framkvæmdastjóra í síma 8673164 eða gegnum netfangið stina@holmavik.is.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón