Hnallþórukeppni
Hnallþóruhlaðborðið er hápunkturinn og einn af stærstu viðburðum Hamingjudaga ár hvert.
Íbúar Strandabyggðar bjóða gestum hátíðarinnar upp á glæsilegar hnallþórur á Galdratúninu.
Við hvetjum alla þá sem mögulega hafa tök á að baka köku að gera það og mæta með hana á hlaðborðið til að tryggja að allir fái eitthvað að smakka! Án ykkar frábæra framtaks yrði þessi viðburður ekki að veruleika, takk kærlega fyrir :)
Mikilvægt er að fólk komi með terturnar í Hnyðju milli kl. 13:00 og 14:00 á laugardeginum 30. júní með vel merkta hnífa, spaða og diska svo ekkert glatist nú!
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir flottustu hnallþórurnar og í ár munu vera sérstök verðlaun fyrir börn sem mæta með hnallþóru. Vinningarnir eru stórglæsilegir en þeir koma frá bókaútgáfunni Salka, JGR umboðs- og heildverslun, KSH, Sauðfjársetrinu Sævangi og Náttúrubarnaskólanum.
Verðlaunin verða veitt kl.14:45.
Hamingjuhlauparar mæta svo í mark kl.15:00 og ganga svo fyrstir að kökuhlaðborðinu.
Gunnar Jóhannsson, Gunnlaugur Bjarnason og Guðmundur Jóhannsson ætla svo að stíga á stokk og spila nokkur vel valin lög fyrir okkur.