Hnallþórukeppnin
Salbjörg Engilbertsdóttir | 02. júlí 2014
Að venju var Hnallþóruborðið okkar á Hamingjudögum stútfullt af girnilegum kökum sem gestir gæddu sér á eftir að sigurkökurnar höfðu verið valdar. Að þessu sinni var fagurlega skreytt kaka Heidrunar Scher valin flottasta kakan. Guðrún Margrét Jökulsdóttir bakaði "hamingjusömustu kökuna" og Svanhildur Vilhjálmsdóttir og Ragnheiður H. Gunnarsdóttir áttu "girnilegustu kökuna".
Við þökkum öllum þeim sem buðu upp á kökur á hlaðborðinu og jafnframt styrktaraðilum sem gáfu glæsileg verðlaun, Kornax, Sölku bókaforlagi, Partýbúðinni og O.Johnson og Kaaber.