Hólmavíkurrallý
| 18. júní 2017
Á Hamingjudögum fer fram rallýkeppni sem Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stendur fyrir.
Keppnin er önnur umferð Íslandsmótsins í ralli og reiknað er með um 20 áhöfnum að þessu sinni. Eknar verða leiðir í nágrenni Hólmavíkur, Tröllatunguheiði ásamt leiðinni um Kaldrananes.
Viðgerðarhlé verður í Hólmavík frá hálfeitt til hálftvö. Viðgerðarhlé í ralli hefur þá sérstöðu að þar má oft sjá snarlegar viðgerðir þar sem jafnvel kútoltnir bílar eru lagfærðir á mettíma.
Samansöfnun og verðlaunaafhending fer fram á hátíðarsvæði Hamingjudaga að keppni lokinni. Að venju verða áhafnirnar með bíla sína þar og jafnvel einhvern glaðning handa gestum og gangandi.
Allar nánari upplýsingar um rallýið má nálgast á heimasíðu Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur.