A A A

Valmynd

Fréttir

Hólmavíkurrallý

| 24. júní 2019

Á Hamingjudögum fer fram rallýkeppni sem Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stendur fyrir.

Keppnin er haldin núna þriðja árið í röð á Hamingjudögum og reiknað er með um 14 áhöfnum.  Eknar verða leiðir í nágrenni Hólmavíkur, Þorskafjarðarheiði ásamt leiðinni um Eyrarfjall og Vatnsfjarðarnes.  

Viðgerðarhlé verður í Hólmavík frá 12.10 til 13.00. Viðgerðarhlé í ralli hefur þá sérstöðu að þar má oft sjá snarlegar viðgerðir þar sem jafnvel laskaðir bílar eru lagfærðir á mettíma. 

Samansöfnun og verðlaunaafhending fer fram á hátíðarsvæði Hamingjudaga að keppni lokinni.

Allar nánari upplýsingar um rallýið má nálgast á heimasíðu Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur.

Í meðfylgjandi mynd má finna tímamaster keppninnar

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón