A A A

Valmynd

Fréttir

Húsfyllir og gríðarleg stemmning á fyrsta degi Hamingjudaga

| 02. júlí 2010
Eyþór Ingi sló í gegn á tónleikunum í kvöld
Eyþór Ingi sló í gegn á tónleikunum í kvöld

Rokkaðdáendur fylltu Braggann á Hólmavík í kvöld, á fyrsta viðburði dagskrár Hamingjudaga á Hólmavík. Fimm manna hljómsveit flutti þar Deep purple tribute við feikigóðar undirtektir heimamanna og fjölda gesta sem komnir voru á svæðið. Gestirnir létu rigninguna ekkert á sig fá, enda er útlit fyrir að henni sé að mestu lokið og veðurútlitið næstu daga mun betra en lengi var ætlað. Framundan er fjöldi viðburða og meðal listamanna sem fram koma eru Gísli Einarsson og Rögnvaldur gáfaði, Geirmundur Valtýsson, Jón á Berginu, Raddbandafélag Reykjavíkur, Svavar Knútur og hljómsveitin Hraun, töframaðurinn Jón Víðis og fleiri. Sýningar og sagnatjald, brúðuleikhús og hnallþóruhlaðborð verða á sínum stað ásamt götuleikhúsi. Þá setja undarlegir viðburðir eins og laglaus kór, skítkast og öskurkeppni svip sinn á þessa sjöttu Hamingjudaga sem haldnir eru á Hólmavík. Dagskránni lýkur kl 18 á sunnudag.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón