A A A

Valmynd

Fréttir

Hvanndalsbræður spila á Hamingjuballinu

| 15. mars 2012
Hvanndals í fullum herklæðum - ljósm. af visir.is
Hvanndals í fullum herklæðum - ljósm. af visir.is
Það verða æringjarnir, gleðigjafarnir og norðlensku "bræðurnir" í Hvanndalsbræðrum sem munu halda uppi fjörinu á Hamingjuballinu í Félagsheimilinu á Hólmavík laugardaginn 30. júní í sumar. Hvanndalsbræður hafa ekki spilað á balli á Ströndum áður og munu því væntanlega dæla sínum allra bestu slögurum yfir ballgesti. Hljómsveitin fagnar tíu ára afmæli sínu á þessu ári og stefnir af því tilefni á að gefa út sína sjöundu hljóðversplötu á árinu, en lög af henni fara að hljóma á öldum ljósvakans á komandi mánuðum. Bandið er að sjálfsögðu þekkt fyrir geysilega mikið stuð á böllum.


Menn ættu því að fara að pússa dansskóna... það styttist í þetta!

 

18 ára aldurstakmark verður á dansleikinn.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón