A A A

Valmynd

Fréttir

Hverfafundir vegna Hamingjudaga 2010

| 09. júní 2010
Skreytingar í gula hverfinu
Skreytingar í gula hverfinu

Hverfafundir vegna Hamingjudaga 2010 verða haldnir á næstu dögum, eins og fram kemur í nýútkomnu fréttabréfi vegna Hamingjudaga. Framkvæmdastjóra barst í dag sú góða og réttmæta ábending að í fréttabréfinu kæmi dagsetning hátíðarinnar hvergi fram, en hátíðin verður eins og undanfarin ár haldin fyrstu helgina í júlí, eða dagana 2. - 4. júlí.
Á hverfafundum verður sú dagskrá sem þegar liggur fyrir kynnt, og kynnt hverjir verða skreytingarstjórar (tveir í hverju hverfi).

Einnig verður hvatt til samstöðu í skreytingarvinnu og hverfin hvött til að halda sameiginlegar garðveislur á fimmtudeginum. Þess má geta að veitt verða skreytingarverðlaun eins og í fyrra, það er fyrir best skreytta húsið, best skreytta fyrirtækið, best skreytta hverfið, besta slagorðið og flottustu fígúruna.

Fundurnir verða sem hér segir:

Miðvikudag 9. júní í Grunnskólanum (setustofu) fyrir appelsínugula hverfið
Fimmtudag 10. júní í Þróunarsetrinu fyrir bláa hverfið
Mánudag 14. júní í félagsheimilinu fyrir rauða hverfið
Þriðjudag 15. júní í Sævangi fyrir gula hverfið (sveitirnar)

Allir fundirnir hefjast kl 20 og eru allir velkomnir á þá.

Facebook

Hamingjumyndir

Hér leiðir Ragnar Bragason, stórbóndi á Heydalsá og skíðagöngukappi, hópinn út af malbikinu áleiðis upp í Deildarskarð norðanvert í Kollafirði. Stóra-Fjarðarhorn er í baksýn lengst til vinstri, þar fyrir aftan rís Bitruháls, en Klakkurinn rís þó hæst. Þrúðardalur gengur inn vinstra megin við Klakkinn, en hægra megin liggur leiðin upp á Steinadalsheiði.

(Ljósm.  og © Stefán Gíslason).
Vefumsjón