A A A

Valmynd

Fréttir

Íbúafundur um hamingjudaga í kvöld

| 25. maí 2009
Á Hamingjudögum 2005 afhenti Lionsklúbbur Hólmavíkur hjartstuðtæki í Íþróttamiðstöðina á Hólmavík
Á Hamingjudögum 2005 afhenti Lionsklúbbur Hólmavíkur hjartstuðtæki í Íþróttamiðstöðina á Hólmavík
Íbúafundur um bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík verður haldinn í kvöld, mánudaginn 25. maí kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Kristín S. Einarsdóttir framkvæmdastjóri Hamingjudaga kynnir þar drög að dagskrá og leitar jafnframt eftir hugmyndum og framlagi íbúa. Þegar hefur verið ákveðið að hljómsveitin Von frá Sauðárkróki muni leika á dansleik á laugardagskvöldinu um Hamingjudaga og Svavar Knútur og KK og Maggi Eiríks munu leika á tónleikum á Hólmavík sömu helgi, en hátíðin verður 3.-5. júlí þetta árið.

Reiknað er með að dagskrá hefjist jafnvel strax á fimmtudagskvöld. Á laugardegi er gert ráð fyrir kassabílarallýi, útidagskrá, tónleikum og dansleik ásamt hinu geysivinsæla tertuhlaðborði. Þá er vonast til að afþreying eins og listasýningar, íþróttaviðburðir og sjóstangveiði verði á sínum stað. 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón