Íbúar farnir að ráða ráðum sínum með skreytingar
| 22. júní 2009
Íbúar Hólmavíkur eru farnir að ráða ráðum sínum með skreytingar fyrir Hamingjudaga. Frést hefur af vinnufundi rauða hverfisins í bílskúr einum í Vesturtúni í gærkveldi. Salbjörg Engilbertsdóttir skreytingastjóri rauða hverfisins verst hins vegar allra frétta og vill ekkert gefa upp um áform þeirra "rauðhverfinga". Sýnt þykir þó að þar stendur mikið til, enda var rauðum fána flaggað fyrir all nokkru á áberandi stað í hverfinu.
Í kvöld hefur svo verið boðað til vinnufundar bláa hverfisins í Kvenfélagshúsinu kl 20:30. Bláa hverfið blés til sóknar í fyrra og var í fyrsta sinn með sameiginlegt skreytingaátak sem þótti heppnast vel.
Í kvöld hefur svo verið boðað til vinnufundar bláa hverfisins í Kvenfélagshúsinu kl 20:30. Bláa hverfið blés til sóknar í fyrra og var í fyrsta sinn með sameiginlegt skreytingaátak sem þótti heppnast vel.