A A A

Valmynd

Fréttir

KK með tónleika á Klifstúni

| 14. júní 2012
KK tilbúinn með gítarinn!
KK tilbúinn með gítarinn!
Við erum afar stolt af því að upplýsa að hinn frábæri trúbador Kristján Kristjánsson - KK - mun spila og syngja fyrir alla gesti Hamingjudaga á Klifstúni (túnið fyrir neðan kirkjuna á Hólmavík) föstudagskvöldið 29. júní. Enginn aðgangseyrir er að viðburðinum, en KK mun flytja sín bestu lög í bland við brekkusöngsslagara sem allir viðstaddir geta sungið með í. 

KK mun byrja að spila um korter í tíu á föstudagskvöldinu - þá geta allir gestir sem mæta á hina ótrúlegu töfrasýningu með Ingó Geirdal fyrr um kvöldið rölt í rólegheitum niður í bæ til að ná stemmningunni. Til hamingju!

Facebook

Hamingjumyndir

Hallar undan fæti niður hlíðar Hvalsárdals. Gunnlaugur fremstur. Þarna höfðu þrír til viðbótar bæst í hópinn, m.a. Vignir Pálsson (t.h. á myndinni).

(Ljósm. og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón