KK og Maggi með tónleika í Bragganum á laugardegi um Hamingjudaga
| 10. júní 2009
Staðfest hefur verið að KK og Magnús Eiríksson verða með tónleika í Bragganum á laugardegi um Hamingjudaga, eða 4. júlí. Tónleikarnir hefjast kl 21:00. Síðast voru þeir félagar með tónleika á Hólmavík á mikilli tónlistarveislu á vegum Café Riis og Braggans sem haldin var í ágúst 2003. Á tónleikunum munu þeir án efa kynna ferðalög sín sem notið hafa mikilla vinsælda.