Karnival
| 27. júní 2017
Hápunktur Hamingjudaga í ár verður án efa karnival á laugardeginum.
BMX bræður mæta á svæðið kl 11:30 og leyfa gestum og gangandi að prufa hjólin sín og reyna við hjólaþrautabraut. Stórfengleg hjólasýning þeirra hefst svo stundvíslega klukkan 12.
Klukkan 13 býður Sparisjóðurinn upp á ljúffenga kjötsúpu og fleiri opna híbýli sín; svo sem Viðeyjarhús, nýbygging leikskólans og smáhýsin á Galdratúninu svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma verður viðgerðarhlé rallýbíla á planinu við Félagsheimilið.
Hoppukastalar verða einnig við Galrdratúnið og víkingar sýna bardagalistir sínar og handverk. Hamingjumarkaður verður í gangi í Hnyðju og þar verða sömuleiðis opnar sýningar.
Klukkan 14 kemur Húlladúllan fram og sýnir ýmsar listir með húllahringi. Eftir sýninguna kennir hún gestum og gangandi hvernig best sé að fara að. Að svo búnu verður hópzumba á túninu en þá geta allir tekið sporið og dansað við skemmtilega tónlist. Leikfélagið mætir á svæðið í líki trúða og annarra furðuvera, hægt verður að skoða og setjast upp í veghefil sem og að setjast á bak hesti.
Gleðin nær hámarki þegar hamingjuhlauparar koma í mark við fögnuð viðstaddra og allir gæða sér saman á glæsilegum hnallþórum við undirleik trúbadorsins Gísla Rúnars.
Botninn er svo sleginn úr karnivalinu með verðlaunaafhendingu í Hamingjurallýinu en eftir það ganga allir fylktu liði í Kirkjuhvamminn að horfa á Leikhópinn Lottu eða upp í nýmálað Félagsheimili að horfa á heimildarmynd um hamingjuna.
BMX bræður mæta á svæðið kl 11:30 og leyfa gestum og gangandi að prufa hjólin sín og reyna við hjólaþrautabraut. Stórfengleg hjólasýning þeirra hefst svo stundvíslega klukkan 12.
Klukkan 13 býður Sparisjóðurinn upp á ljúffenga kjötsúpu og fleiri opna híbýli sín; svo sem Viðeyjarhús, nýbygging leikskólans og smáhýsin á Galdratúninu svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma verður viðgerðarhlé rallýbíla á planinu við Félagsheimilið.
Hoppukastalar verða einnig við Galrdratúnið og víkingar sýna bardagalistir sínar og handverk. Hamingjumarkaður verður í gangi í Hnyðju og þar verða sömuleiðis opnar sýningar.
Klukkan 14 kemur Húlladúllan fram og sýnir ýmsar listir með húllahringi. Eftir sýninguna kennir hún gestum og gangandi hvernig best sé að fara að. Að svo búnu verður hópzumba á túninu en þá geta allir tekið sporið og dansað við skemmtilega tónlist. Leikfélagið mætir á svæðið í líki trúða og annarra furðuvera, hægt verður að skoða og setjast upp í veghefil sem og að setjast á bak hesti.
Gleðin nær hámarki þegar hamingjuhlauparar koma í mark við fögnuð viðstaddra og allir gæða sér saman á glæsilegum hnallþórum við undirleik trúbadorsins Gísla Rúnars.
Botninn er svo sleginn úr karnivalinu með verðlaunaafhendingu í Hamingjurallýinu en eftir það ganga allir fylktu liði í Kirkjuhvamminn að horfa á Leikhópinn Lottu eða upp í nýmálað Félagsheimili að horfa á heimildarmynd um hamingjuna.
12 | Að vera eða ekki vera hamingjusamur. Fyrirlestur með Ingrid Kuhlman | Félagsheimili |
12 | BMX brós | Plan við Hólmadrang |
13 | Viðgerðarhlé í rallý | Plan við Félagsheimili |
13-14 | Kjötsúpa í boði Sparisjóðs Strandamanna | Sparisjóðurinn |
13-15 | Opin hús í miðbæ | Nánar auglýst síðar |
13-17 | Hoppukastalar | Galdratún |
13-17 | Vikingafélagið Víðförull | Galdratún |
13-17 | Hamingjumarkaður | Hnyðja |
14 | Húlladúlla | Galdratún |
15 | Zumba á Galdratúni | Galdratún |
15-17 | Trúðar og önnur furðuverk | Galdratún |
15-17 | Strandahestar og teymingar | Galdratún |
15-17 | Veghefill frá Vegagerðinni | Galdratún |
15:30 | Hamingjuhlauparar mæta | Galdratún |
15:30 | Hnallþóruhlaðborð | Galdratún |
15:30 | Trúbadorinn Gísli Rúnar | Galdratún |
16:30 | Verðlaunaafhending í Hólmavíkurrallý | Galdratún |
17 | Leitin að Hamingjunni Heimildarmynd eftir Ingrid Kuhlman |
Félagsheimili |
17 | Leikhópurinn Lotta - Ljóti andarunginn | Kirkjuhvammur |