A A A

Valmynd

Fréttir

Karnival á Galdratúninu og dagskrá dagsins

| 30. júní 2018

Hamingjudagurinn er í dag með sprelli og skemmtun svo allir ættu að finna eitthvað við hæfi.

Hamingjumarkaðurinn opnar kl.12 í Hnyðju þar sem verður hægt að versla ýmsan varning sem dæmi barnaföt, gærur og húðvörur. Frjáls ljósmyndasýning Brynhildar Sverrisdóttur verður opin á sama tíma í Hnyðju.

Afmælissýning leikskólans Lækjarbrekku í leikskólanum opnar kl.13 og þá byrjar líka bílasýning á planinu fyrir framan Braggan. Vegagerðin, Orkubúið, Þórður Sverrisson (Ninni), slökkvuliðið og björgunarsveitin ætla að vera með til sýnis vinnuvélar, bíla og búnað.

Hólmadrangur byrjar að bjóða upp á vöfflur kl.13 og er ilmur af vöfflunum strax farin að berast um bæinn. Starfsfólk Hólmadrangs er búið að vera til fyrirmyndar í vikunni að skreyta og byggja upp stemningu fyrir hátíðinni okkar. Eru þau æsispennt að fá ærslabelg í sveitarfélagið og hafa gert söfnunarbauk sem nú þegar er byrjað að safna í. Fleiri söfnunarbaukar verða víðsvega um hátíðarsvæðið þar sem fólk getur lagt til frjáls framlög.

Á galdratúninu verða hoppukastalar og önnur leiktæki, Blaðrarinn mætir og gerir blöðrudýr og Strandanornir verða með spádóma. Strandahesta verða á svæðinu að teyma.
Dagskrá á Galdratúninu
14:00 Strandanornir með leiksýningu
14:45 Verðlaun verða veitt í Hnallþórukeppninni

15:00 Hamingjuhlauparar mæta í mark

15:00 Hnallþóruhlaðborð byrjar

15:15 Gunnar, Gunnlaugur og Guðmundur spila fyrir gesti

15:45 Rjómatertukast

18:00 Verðlaunaafhending í Hamingjurallý

 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón