Kassabílarallý
| 27. júní 2016
Kassabílarallýið er einn af föstum liðum á Hamingjudögum og veitir mörgum gleði og hamingju. Í ár mun keppnin vera haldin á laugardeginum kl. 12:30 á malbikaða planinu á bak við Hólmadrang. Hver og einn mætir með sinn kassabíl og er skylda að bera hjálm í keppninni. Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sætið og frumlegasta bílinn. Það er því ekki seinna vænna en að fara gera sinn kassabíl tilbúinn.
Marinó Helgi Sigurðsson var sigurskarpastur í rallýinu árið 2015 og Kristinn Jón Karlsson fékk verðlaun fyrir frumlegasta bílinn.