A A A

Valmynd

Fréttir

Kassabílasmiðja í Áhaldahúsinu

| 24. júní 2014
Viðbót við dagskrá!

Miðvikudag og fimmtudag í aðdraganda Hamingjudaga varður kassabílasmiðja í Áhaldahúsinu á Skeiði. Smiðjan verður starfrækt milli klukkan 14 og 16 báða dagana og býður upp á kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að vinna saman og skapa sér sinn eigin draumabíl. Sem flestir eru hvattir til að mæta og nýta sér snilligáfu starfsmanna Áhaldahússins við vinnu sína og komast þannig skrefi nær því að vinna til verðlauna fyrir frumlegasta eða hraðskreiðasta kassabílinn í rallýinu á laugardag.

Að gefnu tilefni skal taka fram smiðir og hönnuðir þurfa að koma með eigin efnivið í bílana, einkum hjól. Eins skal tekið fram að engin gæsla er á svæðinu enda er þetta hugsað sem samverustund fyrir fjölskylduna.

Kassabílasmiðja í Áhaldahúsinu, miðvikudag og fimmtudag kl. 14-16

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón