A A A

Valmynd

Fréttir

Kassabílasmiðjan hefst á miðvikudaginn

| 28. júní 2010
Kassabílasmiðjan sem frá upphafi hefur verið órjúfanlegur hluti af Hamingjudögum hefst að þessu sinni eftir hádegi á miðvikudaginn og verður frá kl 13-17 þann dag og einnig á fimmtudaginn. Verði einhverjir bílar ókláraðir þá gefst færi á að klára á föstudaginn. Þeir sem eru að smíða nýja bíla frá grunni þurfa að koma með dekk á bílana og ef til vill sæti en timbur verður á staðnum og málning. Kassabílasmiðjan er við Handverkshús Hafþórs á Höfðagötu og þar fer hið stórkostlega kassabíarallý fram á laugardaginn kl 12:30-13:30.

Facebook

Hamingjumyndir

Sigurður Atlason
Vefumsjón