A A A

Valmynd

Fréttir

Kubbmót á Hamingjudögum

| 30. júní 2021
Kubbmót HSS var haldið á tjaldstæði Strandabyggðar fimmtudaginn 24. júní kl 17. Mótið hófst 17:17 í suðvestan "sveiflu" og blés nokkuð ákveðið. Hitastig var ekki ýkja hátt og var því nokkur vindkæling. Það létu áhugasamir þátttakendur ekki á sig fá og voru spilaðir 4 leikir undir ábyrgu eftirliti dómara en það voru þær Steinunn Þorsteinsdóttir og Íris Björg Guðbjartsdóttir Miðdælingar sem sáu um að farið væri að reglum. Eftir fyrri tvo leikina fengu liðsmenn, dómarar og aðrir gestir sér grillaðar veitingar. Eftir veitingarnar voru leiknir úrslitaleikir og voru það þau Ólöf Katrín Reynisdóttir og Marínó Helgi Sigurðsson sem unnu. Engin sérstök verðlaun voru veitt en meðlimir vinningsliðsins voru hvattir til þátttöku í íslandsmóti í kubbi síðar í sumar.

Texti: Íris Björg

Facebook

Hamingjumyndir

Komið niður úr þokunni að girðingarhorni gegnt Heydalsá. Guðmann fremstur.

(Ljósm. og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón