Léttmessa á sunnudegi á Hamingjudögum
| 14. mars 2012
Allt frá því að fyrstu Hamingjudagarnir voru haldnir árið 2005 hefur verið haldin svokölluð Léttmessa í Hólmavíkurkirkju á sunnudegi kl. 11:00. Messan hefur jafnan verið vel sótt, fjörug og skemmtileg að sögn sr. Sigríðar Óladóttur á Hólmavík. Það er gaman að skýra frá því að engin breyting verður á þessu í ár og léttmessan verður á sínum stað á sunnudegi kl. 11:00.
Þeir sem vilja vera með atriði, leika, syngja eða grínast á Hamingjudögum eru hvattir til að hafa samband við Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúa í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.