A A A

Valmynd

Fréttir

Ljósmyndasýningin "Una" eftir Tinnu Schram í Hólmakaffi

| 28. júní 2011
Ljósmyndasýningin Una - ljósm. Tinna Schram.
Ljósmyndasýningin Una - ljósm. Tinna Schram.
Þrjár flottar listsýningar koma til með að prýða Hamingjudaga í ár. Sú fyrsta sem kynnt var til leiks hér á vefnum var mósaikverkasýning og vinnustofa Ernu Bjarkar Antonsdóttur á neðstu hæð Þróunarsetursins og önnur sýningin var samsýning feðginanna Valgerðar Þóru Elfarsdóttur og Elfars Guðna Þórðarsonar. Hér er þriðja sýningin kynnt til leiks.

Una er ljósmyndasýning eftir reykvíska ljósmyndarann með Strandahjartað, Tinnu Schram. Tinna útskrifaðist úr Tækniskólanum síðastliðið vor með burtfararpróf í ljósmyndun. Sýningin sem hún  setur nú upp á Hólmakaffi var áður uppi á kaffihúsinu Öndinni í Ráðhúsi Reykjavíkur.    

Myndirnar á sýningunni eru 9 talsins og eru allar af Unu Gíslrúnu Kristinsdóttur Schram, ungri blómarós sem er einmitt búsett á Hólmavík.  Myndirnar eru allar teknar á einni kvöldstund í leik, gleði og hamingju.

Sýningin verður uppi í Hólmakaffi 1.-3. júlí og hægt verður að skoða hana milli kl. 10:00 og 18:00 alla dagana.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón