Menningarverðlaun 2015
Menningarverðlaun Strandabyggðar 2015 voru veitt á opnunarhátíð Hamingjudaga í Hnyðju föstudaginn 26. júní. Að þessu sinni hlaut Sigríður Óladóttir menningarverðlaun fyrir aðkomu að menningarmálum í Strandabyggð. Öflugu kórastarfi með kvennakórnum Norðurljós og vegna uppsetninga á leikritum í samvinnu við stofnanir í Strandabyggð og nú síðast, frumflutnings á söngleiknum Eddi mörgæs bjargar heiminum, sem sett var upp í samstarfi við Leikskólann Lækjarbrekku og Grunnskólann á Hólmavík.
Sérstök heiðursverðlaun hlaut Galdrasýningin sem hefur unnið brautryðjendastarf í menningarmálum í Strandabyggð frá stofnun safnsins en það fagnar 15 ára afmæli sínu á árinu. Galdrasýning á Hólmavík er eitt af merkustu söfnum heims og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar t.d. Eyrarrósina.
Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar veitir Menningarverðlaun að fengnum tilnefningum. Verðlaunin eru veitt fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári og er markmiðið að efla menningar og listastarf í Strandabyggð. Nefndinni er einnig heimilt að veita sérstakar viðurkenningar og heiðursverðlaun vegna menningarmála.
Stefán Gíslason fékk sérstaka viðurkenningu og þakkir frá íbúum fyrir
Fyrir ómetanlegt starf við framkvæmd og umsjón með hamingjuhlaupinu, óbilandi jákvæðni og hvatningu við keppendur.
Við óskum þessu frábæru aðilum innilega til hamingju!