A A A

Valmynd

Fréttir

Námskeiđ í hláturjóga í Hamingjudagavikunni

| 02. maí 2011
Ásta Valdimarsdóttir
Ásta Valdimarsdóttir
Á Hamingjudögum 2011 verður sérstök áhersla lögð á að íbúar á Ströndum og nágrenni fái tækifæri til að finna og rækta innri hamingju. Hátíðin í ár verður því með örlítið breyttu sniði þar sem stefnt er að því að bjóða upp á ýmis námskeið sem tengjast sérstaklega viðfangsefni hátíðarinnar - hamingjunni einu og sönnu. 

Eitt af þeim námskeiðum sem boðið verður upp á er frábært námskeið undir stjórn Ástu Valdimarsdóttur hláturjógakennara. Ásta Valdimarsdóttir lærði hláturjóga í Noregi 2001 og hefur síðan haldið marga fyrirlestra og námskeið um fyrirbærið á Íslandi og í Noregi. Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 28. júní, hefst kl. 19:00 og tekur þrjá tíma. Tilgangurinn með því er að efla og styrkja líkama, huga og sál. Hláturjóga er blanda af hláturæfingum og jógaöndun.

Til að kalla fram hláturinn eru notaðar ákveðnar æfingar og með augnsambandi verður hláturinn fljótt eðlilegur. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að jákvæð viðbrögð líkamans eru þau sömu hvort sem hláturinn er sjálfsprottinn eða kallaður fram án tilefnis.  

Skráning á námskeiðið fer fram í síma 894-1941 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Verð á námskeiðið er kr. 2.900, en afrakstur þess nýtist fólki alla ævi :)

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón