A A A

Valmynd

Fréttir

Opin hús

| 30. júní 2017
Nokkur fyrirtæki á svæðinu opna híbýli sín og kynna starfsemi sína í tilefni Hamingjudaga þetta árið.

Opið hús verður hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík, bæði í Þverárvirkjun og á Skeiði 5 föstudaginn 30. júní kl 14:00-17:00. Þverárvirkjun verður stöðvuð  kl. 15:10  síðan ræst strax aftur. Einnig verður gerð prufukeyrsla á dísilvél Skeiði.


Laugardaginn 1. júlí býður Sparisjórur Strandamanna gestum og gangandi upp á rammíslenska kjötsúpu í húsakynnum sínum og starfsfólk Hólmadrangs býður upp á vöfflur og með því á kaffistofu sinni milli klukkan 13 og 15. 

Klukkan 13 á laugardegi opnar trésmiðjan Höfði einnig dyrnar að nýbyggingu við leikskólann Lækjarbrekku. Smáhýsið á Galdratúninu verður einnig opið og heyrst hefur að eigendur þess muni standa fyrir nafnasamkeppni í tilefni dagsins. Loks verður opið í tilvonandi gistiheimili og kaffihúsi sem mun bera nafnið Viðeyjarhús og er staðsett í húsinu sem áður var kallað Varsjá.

Takk fyrir að bjóða okkur í innlit og til hamingju með ykkar góða starf.

Facebook

Hamingjumyndir

Hafþór fremstur í flokki við upptök Broddár á Bitruhálsi, (sem heitir reyndar Broddadalsá þar sem hún rennur til sjávar).

(Ljósmynd og  © Stefán Gíslason)
Vefumsjón