A A A

Valmynd

Fréttir

Óskað eftir tilnefningum til menningarverðlauna

| 27. maí 2021
Jón Jónsson og Kristín Einarsdóttir við verðlaunaafendinguna árið 2020
Jón Jónsson og Kristín Einarsdóttir við verðlaunaafendinguna árið 2020

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2021.

Í ár verður Lóan, menningarverðlaun Strandabyggðar, veitt í tólfta skiptið. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári ásamt því að oft eru veitt hvatningarverðlaun til frekari starfa í mennigarmálum. Sú hefð hefur skapast að verðlaunaafhending fari fram við setningu Hamingjudaga, hún fer fram í Hnyðju föstudaginn 25. júní kl 17:00. 

Árið 2020 hlaut Jón Jónsson menningarverðlaunin fyrir ötult starf á sviði menningarmála í Strandabyggð en Kristín Einarsdóttir hlaut hvatningarverðlaun fyrir umfjöllun sína um mannlíf á Ströndum í Mannlega þættinum á Rás 1. Ása Ketilsdóttir kvæða- og rímna skáld hlaut heiðursverðlaun árið 2018. Fyrriverðlaunahafar eru Dagrún Ósk Jónsdóttir og Náttúrubarnaskólinn, Sigríður Óladóttir kórstjórnandi, Leikfélag Hólmavíkur (tvisvar sinnum), Sauðfjársetrið (tvisvar sinnum), Grunnskólinn á Hólmavík, Þjóðfræðistofa á Ströndum, Einar Hákonarson listamaður og Steinshús við Djúp ásamt því að allnokkrir hafa hlotið hvatningarverðlaun.

Öflugt lista og menningarstarf er verðmætt öllum samfélögum en ekki síst litlum sveitarfélögum á borð við Strandabyggð og því er dýrmætt að verðlauna það sem vel er gert.

Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is til kl.12:00 mánudaginn 7.júní.

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum og veitir verðlaunin á opnun Hamingjudaga.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón