Plantað í blómakörfur
| 12. júní 2009
Blómakörfur þær sem prýða ljósastaura á Hólmavík hafa frá upphafi verið hluti af skreytingum á Hamingjudögum. Í körfunum eru blóm í einkennislit hvers hverfis og setja þær því skemmtilegan svip á staðinn ásamt öðrum skreytingum. Drífa Hrólfsdóttir hefur haft veg og vanda af undirbúningi blómakarfanna þetta árið og notið til þess aðstoðar Sigríðar Drífu Þórólfsdóttur og nokkurra blómarósa úr vinnuskólanum. Drífa smellti af nokkrum myndum fyrir vefinn og er hægt að fletta þeim hér til hliðar.