Pollapönkarar mæta á Hamingjudaga!!
| 22. júní 2011
Hamingjudagar fá aldeilis frábæra gesti á kvöldvöku á Klifstúni föstudagskvöldið 1. júlí. Það eru engir aðrir en snillingarnir í Pollapönk sem ætla að kíkja á svæðið og sparka hamingjunni í gang með útitónleikum fyrir gesti Hamingjudaga.
Hljómsveitin hefur gefið út plöturnar Pollapönk og Meira Pollapönk, en hljómsveitin er skipuð leikskólakennurunum og pönkurunum Haraldi F. Gíslasyni og Heiðar Erni Kristjánssyni sem hafa oft verið kenndir við rokksveitina Botnleðju. Með þeim í hljómsveitinni spila og syngja Arnar Þór Gíslason og Guðni Finnsson úr Ensími.
Það ætti enginn að verða svikinn af þessari frábæru heimsókn þeirra félaga, en ef svo ólíklega vill til að menn verði fyrir vonbrigðum er alla vega tryggt að vælubíllinn verður á svæðinu líka :)
Hljómsveitin hefur gefið út plöturnar Pollapönk og Meira Pollapönk, en hljómsveitin er skipuð leikskólakennurunum og pönkurunum Haraldi F. Gíslasyni og Heiðar Erni Kristjánssyni sem hafa oft verið kenndir við rokksveitina Botnleðju. Með þeim í hljómsveitinni spila og syngja Arnar Þór Gíslason og Guðni Finnsson úr Ensími.
Það ætti enginn að verða svikinn af þessari frábæru heimsókn þeirra félaga, en ef svo ólíklega vill til að menn verði fyrir vonbrigðum er alla vega tryggt að vælubíllinn verður á svæðinu líka :)