A A A

Valmynd

Fréttir

Réttardagasýning Aðalheiðar Eysteinsdóttur opnar á Furðuleikunum

| 22. júní 2012
Kindurnar hennar Aðalheiðar verða á Sauðfjársetrinu í sumar!
Kindurnar hennar Aðalheiðar verða á Sauðfjársetrinu í sumar!
Enn bætist í sarpinn fyrir listunnendur sem heimsækja Hamingjudaga (og Strandir í allt sumar). Einstök sýning Aðalheiðar Eysteinsdóttur listakonu verður opnuð á Sauðfjársetrinu á Furðuleikum sunnudaginn 1. júlí kl. 13:00. Sýningarröðin heitir "Réttardagur 50 sýninga röð" og er sýningin í Sævangi 40. sýningin. Sýningar hófust árið 2008 og mun þeim ljúka 2013.

 

Meiri upplýsingar um Aðalheiði og réttardagana hennar auk annarra verkefna er að finna á vefnum www.freyjulundur.is.

Einnig má geta þess að Sauðfjársetrið opnar nú um helgina, sunnudaginn 24. júní, skemmtilega sýningu um hagleiksmanninn Þorsteinn Magnússon (Steina Magg) sem bjó á Hólmavík. Hún verður að sjálfsögðu einnig uppi á Hamingjudögum.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón