Sauðfjársetrið leitar að hamingjuhúfum!
| 08. maí 2012
Furðuleikarnir eru fastur punktur á sunnudegi á Hamingjudögum. Í ár verður blásið til skemmtilegrar samkeppni um hamingjusamar furðuhúfur, en Sauðfjársetrið hefur auglýst eftir húfum til keppninnar, heimagerðum eða hönnuðum. Húfurnar mega vera prjónaðar, saumaðar, endurunnar eða gerðar úr hvaða efni sem er. Í tilkynningu kemur fram að skilafrestur er vel rúmur - skila má húfum sem eiga að taka þátt í samkeppninni til Sauðfjárseturs á Ströndum eigi síðar en laugardaginn 30. júní - daginn fyrir Furðuleika.
Það er því ekki seinna vænna en að byrja að hanna húfu og búa hana til!
Það er því ekki seinna vænna en að byrja að hanna húfu og búa hana til!