A A A

Valmynd

Fréttir

Sigurvegari í Hamingjuverkakeppni

| 03. júlí 2017
Eiríkur Valdimarsson við listaverkið sitt. Mynd eftir Jón Jónsson
Eiríkur Valdimarsson við listaverkið sitt. Mynd eftir Jón Jónsson
Þessa Hamingjudaga var í fyrsta skiptið haldin svokölluð Hamingjuverkakeppni.

Þátttakendur gátu skilað inn hvers kyns listaverki í keppnina. Þau voru til sýnis í Hnyðju meðan á Hamingjudögum stóð og gestir og gangandi kusu sitt uppáhalds listaverk.

Starfsfólk Þróunarsetursins taldi atkvæðin í dag og úr varð að ljóðið Prófíll hamingjunnar bar sigur úr bítum. Ljóðið er eftir Eirík Valdimarsson og hlýtur hann að launum hvalaskoðun fyrir tvo með Láki Tours á Hólmavík eða Ólafsvík og mat fyrir tvo á Láki Café í Grundarfirði. Innilega til hamingju Eiríkur.!

Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir þátttökuna í keppninni og óskum þeim til hamingju með þeirra framlag. Verkin geta staðið áfram í Hnyðju en eigendur þeirra geta einnig nálgast þau þar sé þess óskað.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón