A A A

Valmynd

Fréttir

Söfnun fyrir ærslabelg

| 27. júní 2018
Áskorun hefur borist sveitarstjórn og tómstundafulltrúa að fjármagna í ærslabelg fyrir sveitarfélagið Strandabyggð. Þessari áskorun verður svarað með ósk til íbúa að aðstoða við fjármögnun á slíkum belg. Á Hamingjudögum ætlum við að ryðja af stað söfnun fyrir ærslabelg. Söfnunin verður í formi rjómatertukasts. Á Galdratúninu kl.15:45 mun sveitarstjórn leyfa gestum að kasta í sig rjómatertu ef greitt er fyrir rjómatertuna og kastið. Það verður uppboð á hverri tertu og kasti fyrir sig og lágmarks gjald er 1.000 kr. Allir geta tekið þátt í rjómatertukastinu og hjálpað okkur að safna með því að skrá sig hér. Höfum gaman saman, hlæjum og fíflumst og í leiðinni söfnum fyrir ærslabelg.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón