Strandahestar bjóða upp á skemmtiferðir á Hamingjudögum
| 22. júní 2009
Fyrirtækið Strandahestar hefur nú hafið fullu starfsemi að nýju og ætlar að bjóða upp á stuttar hestaferðir frá Víðidalsá (rétt sunnan Hólmavíkur) á Hamingjudögum. Það er Victor Örn Victorsson sem nýverið tók sér ársleyfi sem skólastjóri við Grunnskólann á Hólmavík, sem er í forsvari fyrir Strandahesta. Þessa viku stendur yfir reiðnámskeið hjá honum svo þeir sem taka þátt í því ættu að vera komnir í góða þjálfun fyrir Hamingjudaga. Vefsíða strandahesta er strandahestar.is, netfangið strandahestar@strandahestar.is og símanúmerin 8623263 og 4513262.