A A A

Valmynd

Fréttir

Sýningar opnar

| 28. júní 2013
Í dag, föstudag, klukkan 16:30, munu Smári Gunnarsson og Ragnar Ingi Hrafnkelsson vígja Galdrastafi. Um er að ræða viðbót (app) tileinkað náttúru, sögnum og listsköpun á Vestfjörðum.

Strax að því loknu opna sýningar í Hnyðju, beint á móti Galdrasafninu. Þar verður sýning í af því tilefni að 50 ár eru liðin frá því að Einar Hansen dró risaskjaldböku á land á Hólmavík. Ásamt því verða sýndar gamlar myndir tengdar hafnarsvæðinu, úr safni Karls Loftssonar.

Þjóðfræðistofa stendur fyrir frásagnasafni og mun safna sögum frá gestum og gangandi.

Loks mun unga listakonan Sunneva Guðrún Þórðardóttir sýna tölvuteikningar.

Á morgun, laugardag, opna listsýningar hjá Einari Hákonarsyni að Lækjartúni 23 og Magnúsi Bragasyni á Furuvöllum.

Sýningarnar í Hnyðju eru opnar frá 16:45-19:00 föstudag og 12:00-18:00 laugardag og sunnudag. 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón