A A A

Valmynd

Fréttir

Það sem gerir okkur hamingjusöm

| 27. júní 2014
Í dag klukkan 16:00 verður sýningaropnun  og setning Hamingjudaga í Hnyðju.

Hamingjusamir íbúar Strandabyggðar munu sýna eitthvað af því sem gerir þá hamingjusama með fjölbreyttum hætti, segja frá, svara spurningum en þátttakendur sýningarinnar verða viðstaddir opnunina.

Ragnheiður Ingimundardóttir og Sunneva Þórðardóttir sýna annars vegar skó og hins vegar tölvuteikningar fyrir hönd gula hverfisins. Björk Ingvarsdóttir sýnir ýmsar listir ásamt hundinum sínum fyrir utan Hnyðju og Ásdís Jónsdóttir sýnir ýmislegt hamingjusamt, báðar fyrir hönd bláa hverfisins. Gunnur Arndís Halldórsdóttir og Gunnar Trausti Daðason sýna sínar listir fyrir hönd appelsínugula hverfisins. Loks sýnir Berglind Maríusdóttir hekl og Hlynur Þór Ragnarsson sýnir eitthvað alveg óvænt fyrir hönd rauða hverfisins.

Einnig verða sýndar myndir frá fyrri Hamingjudögum þar sem myndasmiðir eru Jón Jónsson, Arnar Snæberg Jónsson, Jón H. Halldórsson, Gunnar Logi Björnsson, Salbjörg Engilbertsdóttir, Esther Ösp Valdimarsdóttir, Ingimundur Pálsson og Árni Þór Baldursson.

Skjaldbakan er að sjálfsögðu líka á staðnum.

Hnyðja er opin á eftirfarandi tímum um helgina:
Föstudagur kl. 16-18 - Sýningaropnun og setning hátíðarinnar. Hamingjusamir einstaklingar viðstaddir
Laugardagur kl. 11-15
Sunnudagur kl. 12-18

Facebook

Hamingjumyndir

Við gamla bæinn í Gröf í Bitru við upphaf Hamingjuhlaupsins 2. júlí 2011. Þaðan lögðu þessir hraustu hlauparar af stað upp úr kl. 16 þennan laugardag áleiðis til Hólmavíkur, þar sem Hamingjudagar Á Hólmavík stóðu sem hæst.

F.v. Gunnlaugur Júlíusson, Stefán Gíslason, Finnur Dagsson, Hafþór Benediktsson, Birkir Þór Stefánsson, Ingimundur Grétarsson og Guðmann Elísson. 

(Ljósm. Rögnvaldur Gíslason og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón