A A A

Valmynd

Fréttir

Þetta er ekki rommkútur, þetta er skjaldbaka!

| 07. júní 2011
Smári Gunnarsson frumsýnir Skjaldbökuna föstudaginn 1. júlí
Smári Gunnarsson frumsýnir Skjaldbökuna föstudaginn 1. júlí

Einn af stórviðburðum Hamingjudaga á Hólmavík í ár er frumsýning á einleiknum Skjaldbakan. Verkið er leikið af höfundi þess, stórleikaranum og Strandamanninum Smára Gunnarssyni Grímssonar Benediktssonar Grímssonar Benediktssonar. Leikstjóri verksins er Árni Grétar Jóhannsson. Skjaldbakan verður frumsýnd föstudagskvöldið 1. júlí kl. 20:00 og önnur sýning verður laugardaginn 2. júlí kl. 11:00 um morguninn. Sýningarnar fara fram í Bragganum.

Verkið byggir á þeim stóratburði þegar risaskjaldbaka kom að landi á Hólmavík árið 1963. Ungur maður kynnist veiðimanninum og þótt þeir fari í sitt hvora áttina eru órjúfanleg tengsl milli þeirra. Veiðimaðurinn tekur loforð af unga manninum að passa upp á bát fyrir sig þegar hann flytur frá þorpinu. Þegar báturinn dúkkar upp mörgum árum seinna og minningar um veiðimanninn og skjaldbökuna streyma fram koma einnig fram leyndir draumar hins unga manns um veiðimennsku, sjómennsku og almenna karlmennsku. Allt kristallast þetta auðvitað í einu merkasta afreki veiðimannsins, skjaldbökuævintýrinu.

Miðaverð á atburðinn er aðeins kr. 1.500.- Miðapantanir hjá Stínu í síma 867-3164!

Nánar á http://skjaldbakanleiksyning.blogspot.com/ og á http://vimeo.com/24648376.
 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón