Tómas Ponzi teiknar á Hamingjudögum
| 20. júní 2011
Einn af fjölmörgum góðum gestum Hamingjudaga í ár er Tómas Ponzi teiknari. Tómas er Hólmvíkingum og fyrri gestum Hamingjudaga að góðu kunnur, en hann hefur tvisvar sinnum áður heimsótt okkur á Hamingjudögum. Hann mun sitja við iðju sína á Kaffi Galdri á föstudegi og laugardegi um Hamingjudagahelgina frá kl. 10-12 og 13-18 báða dagana.
Tómas er um 20 mínútur að teikna portrett og ekki skemmir verðið fyrir; ein mynd kostar aðeins kr. 1.200.- Það ætti enginn að vera svikinn af því að setjast í stólinn, slaka á í stutta stund og láta teikna af sér eina úrvals mynd.
Með því að smella hér og hér má sjá sýnishorn af portrettmyndum Tómasar. Við bjóðum hann innilega velkominn á Hamingjudaga!
Tómas er um 20 mínútur að teikna portrett og ekki skemmir verðið fyrir; ein mynd kostar aðeins kr. 1.200.- Það ætti enginn að vera svikinn af því að setjast í stólinn, slaka á í stutta stund og láta teikna af sér eina úrvals mynd.
Með því að smella hér og hér má sjá sýnishorn af portrettmyndum Tómasar. Við bjóðum hann innilega velkominn á Hamingjudaga!